ég er fullorðin!
a) ég var í fyrsta sinn á ævinni að skila skattframtalinu mínu alein og alveg sjálf.
b) ég skoðaði tvær ibúðir í gær og eina í dag og mundi eftir leiðindaspurningum um dreni, skólp, rafmagn og fúna glugga
c) ég fer snemma að sofa
d) mig er farið að langa í öryggi og borðstofuborð
e) ég er farin að nota feitara dagkrem
f) mig langar í kærasta og ég þori alveg að viðurkenna það. (meira að segja á kostnað þess að með því að viðurkenna það og játa opinberlega og upphátt þá hafi ég fyrirgert mér þeim rétt að finna einn slíkan, það er bara þannig)
Annars er ég bara hress. Sérstaklega í ljósi þess hversu fullorðin ég er.
Kappaflingfling árshátíðin var um helgina. Stelpan var sú allra hressasta á svæðinu og dansaði can-can við gesti og gangandi. Konungleg skemmtun með gerviaugnahárum og rauðudressi og júróvision.
Það var eitthvað um blik-blik en svo virðist vera að eldri konur heilli meiri en þær sem yngri eru svo að ég bara drakk þann súra mojito og horfði á daðrið mitt fara í sleik við eina ,,svövu johansen". skemmtilegt. það reyndar gerði ekki mikið fyrir skapið mitt og ýtti mér aðeins nær línu biturleika og pirrings. það sem ýtti mér yfir strikið var komment frá einum vinnufélaga um að ég og annar ónefndur vinnufélagi værum fullkomið par. þetta var komment númer þrjú um þennan sama vinnufélaga sem jú bíddu, er ekki að fara gerast. nú á þessum tímapunkti fór ég algerlega yfir strikið og hætti að dansa can-can og fór víst eitthvað að æsa mig við gesti og gangandi. man reyndar ekki mikið eftir því sem ég var að segja en ég æsti mig víst eitthvað. allaveg fékk ég póst um það í vinnunni í dag.....
en sem betur fer var fólk í svipuðu ástandi og ég þannig minnið er gloppótt.
fjúkk-et.
en það var gaman, vissulega. alveg fram að snappinu mínu.
kaupþing kann að djamma þó að karlpeningurinn kann ekki að loka dílnum.
svoleiðis er það nú bara.
ótrúlega er skrýtið að skila skattinum sínum, afhverju eru þeir ekki með allar þessar upplýsingar? þetta er djöfulsins vesen. ég komst að því að ég var með rétt yfir hálfa í tekjur á seinasta ári. ha ha ha
ætla það verði ekki það lægsta sem ég hef haft í tekjur í nokkuð langan tíma, vonum það amk.
hvað er að fólki sem er að reyna selja íbúðirnar sínar?
hvaða heilalausa hálvita dettur í hug að sína rafmagnslaus útúrdjammaða íbúð um kvöld ?
við erum að tala um fótbolta inni á klósetti, sígarettur í öskubakka í stofunni, opið samlokugrill, lykt úr iðrum helvítis, bjórdósir á borðinu og vídjó spólur á víð og dreif í sófanum og rúminum. minnti helst á dópista hang-out. ekki það að ég viti hvernig þau eru en svona byggt á guggi og þeim í kompás. ekki smart.
hvernig andi er inni í svona íbúð?
þyrfti ég að kaupa nokkur kíló af salvíu og salti og framkvæma þriggja mánaðalanga hreinsunarathöfn, maður spyr sig.
en íbúðin hafði pótens.
reyndar.
eins og með strákana sem ég horfi eftir þá eru íbúðirnar sem heilla alltaf eitthvað ,,spes".
ég sé fyrrverandi alveg fyrir mér ,,sigga mín, þú ert svo spes..."
það var ekki hægt að komast inn í eldhúsi ef ískápurinn var opnaður, þá bara lokaðist allt saman. þetta mætti túlka sem krúttlegan persónuleika eða bara spes.
ég held ég kjósi persónuleikann.
allt í einu var ég farin að sjá fyrir mér verslunarferðir í Ikea og plasma á veggnum.
gúlp, ég og plasmi, hvað er að gerast?
yfirmaðurinn kom með þá góðu pælingu að þau taki minna pláss...
er kannski betra að kaupa þá LCD, er ég þá minni uppi?
hvað um það, starwars pez kallar og glowfriends hljóta að draga úr uppa-stimpli.
en já, ef einhvern langar óskaplega mikið að vera með í fasteignaleitinni miklu þá er það afskaplega vel þegið. ég er pínu tóm þegar að þessum málum kemur. mér finnst allt hafa svo mikla möguleika en ég geri mér ekki grein fyrir kostnaði sem fylgir því að skipta um gler eða setja parket...
en ég sé pótens í hverju horni!
BA gengur bara vel.
Förum í niðurstöðukaflann um helgina, þáttagreining og snúningur og hleðslur og alpha, my oh my. Þetta er spennandi, því nær sem dregur ,,endalokunum", get ekki beðið!
Reyndar næst ekki útskrift í sumar en stefn á október. Planið er að skila ritgerðinni í maí helst, allavega fyrstu skil. Taka tvö próf í apríl/maí og þá vonandi sér fyrir endann á þessum göngum. þrjú ár sem bara flugu frá mér.
vei vei vei.
ekki tregablandin gleði, neihey!
en gaman að fá að gera líka gjafalista fyrir útskriftarpartí.... eða er það kannski dónalegt?
mér var hrósað fyrir hreinskilni í dag. ég veit samt ekki hvort það hafi endilega verið af hinu góða en hrós hlýtur alltaf að tákna eitthvað gott... ég ætla að halda það amk.
ég er á excel námskeiði í þessari viku. mjög fræðandi. ég komst að því að litli perrinn er að vakna upp í mér og ég virkilega líð fyrir það að geta ekki fengið útrás í reikniforritinu.
útgjaldadreifing fyrir næstu mánuðu oh baby baby, give it to me.
fór á fundinn hjá greiningardeildinni í morgun.
langaði að spyrja að ýmsu en meikaði það ekki þar sem ég skil varla þriðjung sem þarna fer fram. en...
komst að því að íbúðaverði er spáð áframhaldandi hækkunum og verðbólugspáin fyrir árið er um 5,3%.
það er ekki í takt við mína 4,5% útreikninga á íbúðalánum, krap!
einnig er því spáð að stýrivextir munu lækka í júní/júlí, ekki stórkostlega en eitthvað.
vá orð sem ég þekkti ekki 2006 eru orðin þriðja hvert orð 2007, skjótt skipast vindar!
raftækin mín eru á móti mér.
bleika tivolio er bilað og peran í 250 kr ikea lampanum mínum hefur fests í honum og hann er því ónýtur. þjónaði mér vel í 18 mánuði engu að síður, kannski mér að kenna að setja svona sterka peru í hann....
eitt með íbúðirnar, þær gera aldrei ráð fyrir fataeign kvenna né skóeign.
það er nú orðið eitt af mínum aðalspurning rétt á eftir rafmagn, hvert eiga skórnir að fara?
ég meina, hvernig er hægt að eiga bara sex pör af skóm, hvaða rugl er það? og þrjá jakka, hvaða fólk er þetta eiginlega sem er að selja ibúðirnar sínar?
engin tillitssemi. var að fatta rétt í þessu að þar með er ein íbúð át, ekkert pláss fyrir stelpu sem á yfir 40 pör af skóm sem fer fjölgandi...
og maður vill geta átt amk sjö jakka, annað er bara skrýtið.
verð að fara lúlla, er á eftir áætlun í svefn.
siggadögg
-i am a bad luck woman and I cant see the reason why-
þriðjudagur, mars 20
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Verð nú að segja að þú ert ágætur penni Sigga mín :) Alltaf gaman að upprifja hversu mikið þú getur pælt í öllu og engu ! Það er mjög SPES :) List ótrúlega vel á að þú ætlir að kaupa þér íbúð, Þða segir mér að þú ert að eldast og þroskast :)Ekki miskilja mig samt ! Hefur alltaf verið frekar þroskuð! Síðan er lika bara spurning um að ná sér í eitt stykki háttsettan þarna í vinnunni og spara penningin til að ferðast ? Ættir að fara létt með það :) Ef þú ert tilbúin að sætta þig við þannig gæja ? En ég er ansi hræddur um að hann þyrfti líka að vera pinu spes eithvað svo að þú filir hann ! Lukkan er og verður alltaf hjá þér ! Fer bara eftir því hvernig þú horfir á það ;)
Ég sé ljósið durururummmm
Jafnvel er svo ólíklega vildi til að þú endir sem gömul og bitur piparjúnka mun ég ávallt sjá þig sem 17 ára stúlku (upp á dag). Kannski eks sé sammála?!?
Annars, fólk sem á hús getur kannski verið svo mikið inni að það þarf færri skó og jakka en fólk sem hefur ekki fastan samastað...
Maður spyr sig
HE HE HE já eiki ætli ég sé ekki bara samála þér, allavega eiginlega bara ALLTAF!
Skrifa ummæli